Íslenski boltinn

Magnús Páll fékk bronsskóinn í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Magnús Páll tekur við bronsskónum í dag.
Magnús Páll tekur við bronsskónum í dag. Mynd/E. Stefán

Magnús Páll Gunnarsson, leikmaður Breiðabliks, fékk í dag loksins afhentan bronsskóinn aðeins fáeinum dögum eftir deiluna í kringum Íslenska knattspyrnu 2007.

Magnús Páll var skráður með átta mörk í gagnagrunni KSÍ nú í sumar en aðeins með sjö mörk í Íslenskri knattspyrnu 2007 eftir Víði Sigurðsson. Hann gagnrýndi Víði fyrir þetta og tók knattspyrnudeild Breiðabliks undir með sínum manni.

Víðir stóð hins vegar við sína ákvörðun og sagði að upplýsingar sínar um mörk skoruð í Landsbankadeildinni í sumar væru ekki háðar upplýsingum KSÍ.

Markahæstu leikmenn Landsbankadeilda karla og kvenna fengu einnig afhent verðlaun sín í dag en þau komu ekki til landsins í tæka tíð fyrir lokahóf KSÍ í haust þar sem verðlaunin eru venjulega afhend.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×