Innlent

Laug ölvunarakstur upp á félaga sinn

Karlmaður á Suðurlandi hefur orðið uppvís að því að hafa logið upp á félaga sinn ölvunarakstri til þess að komast hjá sekt og skömm sjálfur.

Í dagbók lögreglunnar á Selfossi kemur fram að á föstudaginn hafi verið málflutningur í máli manns sem ákærður var fyrir ölvunarakstur. Þar dró vitni framburð sinn hjá lögreglu, um að ákærði hefði ekið ölvaður, til baka.

Að loknu réttarhaldinu var vitnið handtekið og fært á lögreglustöð. Þar var vitnið yfirheyrt með réttarstöðu sakbornings en með framburði sínum braut það að mati lögreglu gegn hegningarlögum meðal annars með röngum framburði hjá lögreglu sem leiddi til þess að saklaus maður var ákærður. Refsing vegna þess brots varðar allt að 10 ára fangelsi. Málið verður að lokinni rannsókn sent Ríkissaksóknara sem mun taka ákvörðun um framhald þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×