Enski boltinn

Ferguson hrósaði Giggs

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson var ánægður með sigurinn á Derby í ensku úrvalsdeildinni í dag en enn ánægðari með 100. deildarmark gamla refsins Ryan Giggs.

"Þetta var stór sigur fyrir okkur því allt getur gerst þegar menn spila við aðstæður eins og í dag og þær hentuðu okkur sannarlega ekki vel," sagði Ferguson og sneri athyglinni að Ryan Giggs.

"Ég var hissa á því að það hafi ekki verið tilkynnt á vellinum að Ryan hafi skorað sitt 100. mark - kannski vissi það enginn. Ég vissi það svo sannarlega og það eru ekki margir menn sem náð því að skora 100 mörk í deild á ferlinum. Ryan hefur reynst félaginu ótrúlega vel með frammistöðu sinni, skapgerð og er drengur góður," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×