Enski boltinn

Neita að hafa rætt við Capello

NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Liverpool brugðust reiðir við þegar þeir voru spurðir út í frétt Daily Mail í morgun þar sem fram kom að þeir hefðu í tvígang sett sig í samband við Fabio Capello um að taka við liðinu af Rafa Benitez fyrir nokkrum dögum.

"Þetta er rakalaus þvættingur," sagði talsmaður Liverpool, Ian Cotton og framkvæmdastjórinn Rick Parry tók í sama streng og neitaði öllu.

"Þetta er í alla staði ósatt. Capello hefur ekki sett sig í samband við okkur og við ekki við hann," sagði Parry í samtali við Liverpool Echo.

Nokkur spenna hefur verið í Liverpool í tengslum við meintar deilur eigenda félagsins við Rafa Benitez knattspyrnustjóra og enskir miðlar slá því föstu að hann muni missa starfið ef honum tekst ekki að koma liðinu áfram í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×