Enski boltinn

Marca segir Ronaldinho á leið til Chelsea

Ronaldinho
Ronaldinho NordicPhotos/GettyImages

Spænska blaðið Marca fullyrðir í dag að Chelsea sé við það að ná samkomulagi við Barcelona um kaup á brasilíska landsliðsmanninum Ronaldinho.

Blaðið heldur því fram að aðeins eigi eftir að semja um það hvort Ronaldinho fari til Chelsea í janúar eða næsta sumar, en hann muni fá tæpar 930 milljónir króna í árslaun.

Blaðið segir að Chelsea muni þó fá harða samkeppni frá AC Milan um að landa kappanum á lokasprettinum, en þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki í fjölmiðlum lengi um að Brasilíumaðurinn sé fallinn úr náðinni hjá Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×