Enski boltinn

Fáðu þér kók

Malouda fékk áfall þegar hann kynntist enska boltanum
Malouda fékk áfall þegar hann kynntist enska boltanum NordicPhotos/GettyImages

Franski vængmaðurinn Florent Malouda hjá Chelsea segist hafa fengið áfall þegar hann kynntist enskri knattspyrnu og neysluvenjum knattspyrnumanna þar í landi.

Malouda kom til Chelsea síðasta sumar frá Lyon í Frakklandi. Hann segir það mikil viðbrigði að koma til Englands. "Æfingarnar á Englandi eru hræðilegar þar sem allir eru á 100% keyrslu og klára sig gjörsamlega. Þegar svo í leikina er komið er eins og allir slökkvi á heilanum. Þeir spila leikina af tilfinningunni einni saman eins og þegar þeir spiluðu fótbolta í fyrsta sinn," sagði Malouda.

Hann er líka gáttaður á neysluvenjum knattspyrnumanna í ensku úrvalsdeildinni. "Menn borða bara hvað sem þeim sýnist - drekka bara kók eða hvað sem þeir vilja. Það er eins gott að ég var orðinn 27 ára þegar ég kom hingað og tileinka mér því aðrar neysluvenjur en margir af þessum leikmönnum," sagði Malouda.

Hann hlakkar ekki mikið til jólatarnarinnar í enska boltanum, en það er fyrirbæri sem finnst hvergi annarsstaðar í knattspyrnuheiminum.

"Ég hef heyrt um jólatörnina og hef verið varaður við henni. Hún hjómar hræðilega," sagði Frakkinn, sem hefur verið meiddur í mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×