David Bentley er leikmaður 15. umferðar 4. desember 2007 09:47 David Bentley NordicPhotos/GettyImages Vængmaðurinn David Bentley hjá Blackburn fór mikinn í 3-1 sigri Blackburn á Newcastle í úrvalsdeildinni um nýliðna helgi. Bentley skoraði tvö glæsileg mörk í leiknum og sallaði enn meiri pressu á Sam Allardyce, stjóra Newcastle. Bentley hlaut ekki náð fyrir augum Steve McClaren landsliðsþjálfara í síðustu verkefnum enska landsliðsins í undankeppni EM, en margir vildu meina að þessi hæfileikaríki knattspyrnumaður hefði átt að fá tækifæri með liðinu. Bentley var í fantaformi gegn Newcastle á laugardaginn og skoraði tvö glæsileg mörk. Newcastle komst reyndar yfir í leiknum þar sem öll fjögur mörkin litu dagsins ljós í síðari hálfleik. Eftir að Obafemi Martins hafði komið gestunum yfir með skalla skömmu eftir hlé, jafnaði Bentley metin með glæsilegri aukaspyrnu. Shay Given stóð fastur í sporunum og átti ekki möguleika í markinu. Annað mark Bentley var ekki síðra - utanfótarskot af 25 metra færi. Það var svo Tugay sem innsiglaði sigur Blackburn í leiknum og tryggði liðinu fyrsta sigurinn í fimm leikjum. "Við urðum að hafa mikið fyrir þessum sigri og fyrra markið frá David var frábært því það kom okkur inn í leikinn á ný. Annað mark hans var í raun ekki síðra, en hann hafði kannski heppnina með sér í það skiptið," sagði Mark Hughes, stjóri Blackburn eftir sigurinn. Bentley hefur helst verið gagnrýndur fyrir að ná ekki nauðsynlegum stöðugleika til að geta talist efni í fastamann í enska landsliðinu, en Hughes telur þá möguleika fyrir hendi. "Hann þarf bara að halda áfram að spila vel. Það sem er mikilvægast fyrir Bentley er að hann haldi áfram að spila stóra leiki fyrir enska landsliðið og til þess verður hann að ná stöðugleika. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hann geti ekki gert það. Hann var svekktur yfir því að fá ekki að spila með landsliðinu. Ég veit að hann vill ólmur vera með og þetta hungur á eflaust eftir að fleyta honum lengra," sagði Mark Hughes. David Bentley hóf feril sinn hjá Arsenal þar sem honum var lýst sem einum mesta efnivið í röðum félagsins og var stundum uppnefndur "Litli-Bergkamp". Hann náði þó aldrei að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Norwich í tvígang. Þaðan fór hann svo til Blackburn þar sem hann vann sér inn fast sæti í liðinu og var að lokum keyptur þangað árið 2006. Nafn: David Michael Bentley Fæddur: 27 ágúst 1984 í Peterborough á Englandi Félög: Arsenal, Norwich (lán), Blackburn Númer: 11 Enski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Vængmaðurinn David Bentley hjá Blackburn fór mikinn í 3-1 sigri Blackburn á Newcastle í úrvalsdeildinni um nýliðna helgi. Bentley skoraði tvö glæsileg mörk í leiknum og sallaði enn meiri pressu á Sam Allardyce, stjóra Newcastle. Bentley hlaut ekki náð fyrir augum Steve McClaren landsliðsþjálfara í síðustu verkefnum enska landsliðsins í undankeppni EM, en margir vildu meina að þessi hæfileikaríki knattspyrnumaður hefði átt að fá tækifæri með liðinu. Bentley var í fantaformi gegn Newcastle á laugardaginn og skoraði tvö glæsileg mörk. Newcastle komst reyndar yfir í leiknum þar sem öll fjögur mörkin litu dagsins ljós í síðari hálfleik. Eftir að Obafemi Martins hafði komið gestunum yfir með skalla skömmu eftir hlé, jafnaði Bentley metin með glæsilegri aukaspyrnu. Shay Given stóð fastur í sporunum og átti ekki möguleika í markinu. Annað mark Bentley var ekki síðra - utanfótarskot af 25 metra færi. Það var svo Tugay sem innsiglaði sigur Blackburn í leiknum og tryggði liðinu fyrsta sigurinn í fimm leikjum. "Við urðum að hafa mikið fyrir þessum sigri og fyrra markið frá David var frábært því það kom okkur inn í leikinn á ný. Annað mark hans var í raun ekki síðra, en hann hafði kannski heppnina með sér í það skiptið," sagði Mark Hughes, stjóri Blackburn eftir sigurinn. Bentley hefur helst verið gagnrýndur fyrir að ná ekki nauðsynlegum stöðugleika til að geta talist efni í fastamann í enska landsliðinu, en Hughes telur þá möguleika fyrir hendi. "Hann þarf bara að halda áfram að spila vel. Það sem er mikilvægast fyrir Bentley er að hann haldi áfram að spila stóra leiki fyrir enska landsliðið og til þess verður hann að ná stöðugleika. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hann geti ekki gert það. Hann var svekktur yfir því að fá ekki að spila með landsliðinu. Ég veit að hann vill ólmur vera með og þetta hungur á eflaust eftir að fleyta honum lengra," sagði Mark Hughes. David Bentley hóf feril sinn hjá Arsenal þar sem honum var lýst sem einum mesta efnivið í röðum félagsins og var stundum uppnefndur "Litli-Bergkamp". Hann náði þó aldrei að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Norwich í tvígang. Þaðan fór hann svo til Blackburn þar sem hann vann sér inn fast sæti í liðinu og var að lokum keyptur þangað árið 2006. Nafn: David Michael Bentley Fæddur: 27 ágúst 1984 í Peterborough á Englandi Félög: Arsenal, Norwich (lán), Blackburn Númer: 11
Enski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira