Enski boltinn

England kemur til greina hjá Mourinho

Mourinho er enn inni í myndinni hjá enska landsliðinu
Mourinho er enn inni í myndinni hjá enska landsliðinu NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho er tilbúinn að skoða þann möguleika að gerast landsliðsþjálfari Englendinga. Þetta segir ráðgjafi portúgalska þjálfarans.

Ráðgjafi Mourinho segir að þó enska knattspyrnusambandið hafi ekki sett sig í samband við Mourinho og hann sé í raun ekki að sækjast sérstaklega eftir því - myndi hann íhuga það alvarlega ef slíkt tilboð kæmi upp á borðið.

"Það yrði sannarlega heiður fyrir hann. Hann hefur gaman af enska boltanum, þjóðinni og leikmönnunum. Símtal frá enska knattspyrnusambandinu myndi sannarlega vekja áhuga hans en hann er samt ekki að sækjast sérstaklega eftir því að leitað verði til hans," sagði Eladio Parames, ráðgjafi Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×