Enski boltinn

Engin kaup á dagskránni hjá Ferguson

Ferguson stefnir ekki á innkaup
Ferguson stefnir ekki á innkaup NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson segir ólíklegt að hann muni styrkja hóp Manchester United með leikmannakaupum í janúarglugganum. Hann segir hóp sinn nógu sterkan eins og staðan er í dag.

Nokkrir leikmenn hafa verið orðaðir við Manchester United að undanförnu, ekki síst framherjar í ljósi meiðsla þeirra Louis Saha og Wayne Rooney. Þar á meðal hafa nöfn Dimitar Berbatov og Nicolas Anelka borið á góma.

"Ég held að hópur okkar sé nógu góður í dag og ég er heldur ekki vanur að fá mikið út úr því að versla í janúar," sagði Ferguson í samtali við Inside United.

"Það tekur tíma fyrir menn að komast inn í liðið þegar þeir koma á miðri leiktíð og þeir Evra og Vidic eru góð dæmi um það," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×