Innlent

Feðgar með 13 rétta: Datt ekki í hug að spá United sigri

Átta ára strákur og pabbi hans voru með 13 rétta í enska boltanum um helgina. Þeir uppskáru rúmar tvær milljónir í sinn hlut en þeir höfðu þann háttinn á að strákurinn spáði fyrir um úrslitin og síðan tvítryggði pabbinn sex leiki. Það kom þó ekki annað til greina en að spá Bolton sigri á Manchester United, enda heldur strákurinn með Liverpool.

Það kom svo á daginn að Bolton vann United óvænt á laugardaginn og tryggði sigurinn feðgunum milljónirnar tvær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.