Innlent

Feðgar með 13 rétta: Datt ekki í hug að spá United sigri

Átta ára strákur og pabbi hans voru með 13 rétta í enska boltanum um helgina. Þeir uppskáru rúmar tvær milljónir í sinn hlut en þeir höfðu þann háttinn á að strákurinn spáði fyrir um úrslitin og síðan tvítryggði pabbinn sex leiki. Það kom þó ekki annað til greina en að spá Bolton sigri á Manchester United, enda heldur strákurinn með Liverpool.

Það kom svo á daginn að Bolton vann United óvænt á laugardaginn og tryggði sigurinn feðgunum milljónirnar tvær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.