Enski boltinn

Stóri-Sam: Við erum í duftinu

NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce segir lið sitt Newcastle hafa náð nýjum lægðum með 3-0 skellinum gegn Liverpool á heimavelli í dag.

"Ég verð að segja alveg eins og er - ég hef aldrei lent í svona stöðu áður," sagði Allardyce eftir leikinn. "Ég hef hinsvegar verið í erfiðri stöðu áður og þetta er bara fín áskorun. Nú verðum við að bretta upp ermarnar og halda áfram að vinna. Vonandi tekst okkur að komast á rétta braut á ný gegn Blackburn í næstu umferð, því núna erum við í duftinu og þurfum nauðsynlega að rífa okkur upp," sagði Allardyce




Fleiri fréttir

Sjá meira


×