Bolton lagði United - Markaveisla á Goodison 24. nóvember 2007 17:02 Bolton vann annan sigur sinn á leiktíðinni í dag AFP Bolton vann í dag óvæntan 1-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Nicolas Anelka skoraði eina mark leiksins og tryggði Bolton mikilvæg stig. United var betri aðilinn í síðari hálfleiknum og sótti án afláts, en allt kom fyrir ekki og liðið tapaði fyrsta leiknum sínum á þessum velli síðan árið 1978. Bolton hafði ekki unnið sigur í síðustu 9 leikjum sínum. Sir Alex Ferguson missti stjórn á skapi sínu og hellti sér yfir dómarana og var vísað upp í stúku fyrir vikið. Á sama tíma vann Arsenal 2-0 sigur á Wigan með mörkum frá William Gallas og Tomas Rosicky á 83. og 85. mínútu og því er liðið með þriggja stiga forystu á United á toppnum og á leik til góða. Portsmouth heldur sínu striki og lagði Birmingham 2-0 á útivelli með mörkum Sulley Muntari og Niko Kranjcar. Everton valtaði yfir Sunderland 7-1 á heimavelli þar sem þeir Yakubu sog Tim Cahill skruðu tvö mörk og þeir Steven Pienaar, Andy Johnson og Leon Osman eitt hver. Dwight Yorke skoraði mark Sunderland þegar hann minnkaði muninn í 3-1 skömmu fyrir hlé. Aston Villa burstaði Middlesbrough á útivelli 3-0 þar sem þeir Carew, Mellberg og Agbonlahor voru á skotskónum og ljóst að stóllinn er farinn að hitna duglega undir Gareth Southgate, stjóra Boro. Manchester City stal sigrinum gegn Reading með marki Stephen Ireland í uppbótartíma. Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson voru á sínum stað í liði Reading. Martin Petrov kom City yfir á 11. mínútu en James Harper jafnaði fyrir Reading áður en Ireland stal senunni í lokin. Leikjum dagsins lýkur svo með viðureign botnliðs Derby og Chelsea klukkan 17:15 sem sýndur er beint á Sýn 2. Staða efstu liða á Englandi: 1. Arsenal 33 stig í 13 leikjum 2. Man Utd 30 stig í 14 leikjum 3. Man City 29 stig í 14 leikjum 4. Liverpool 27 stig í 14 leikjum 5. Portsmouth 26 stig í 14 leikjum 6. Chelsea 25 stig í 13 leikjum Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Bolton vann í dag óvæntan 1-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Nicolas Anelka skoraði eina mark leiksins og tryggði Bolton mikilvæg stig. United var betri aðilinn í síðari hálfleiknum og sótti án afláts, en allt kom fyrir ekki og liðið tapaði fyrsta leiknum sínum á þessum velli síðan árið 1978. Bolton hafði ekki unnið sigur í síðustu 9 leikjum sínum. Sir Alex Ferguson missti stjórn á skapi sínu og hellti sér yfir dómarana og var vísað upp í stúku fyrir vikið. Á sama tíma vann Arsenal 2-0 sigur á Wigan með mörkum frá William Gallas og Tomas Rosicky á 83. og 85. mínútu og því er liðið með þriggja stiga forystu á United á toppnum og á leik til góða. Portsmouth heldur sínu striki og lagði Birmingham 2-0 á útivelli með mörkum Sulley Muntari og Niko Kranjcar. Everton valtaði yfir Sunderland 7-1 á heimavelli þar sem þeir Yakubu sog Tim Cahill skruðu tvö mörk og þeir Steven Pienaar, Andy Johnson og Leon Osman eitt hver. Dwight Yorke skoraði mark Sunderland þegar hann minnkaði muninn í 3-1 skömmu fyrir hlé. Aston Villa burstaði Middlesbrough á útivelli 3-0 þar sem þeir Carew, Mellberg og Agbonlahor voru á skotskónum og ljóst að stóllinn er farinn að hitna duglega undir Gareth Southgate, stjóra Boro. Manchester City stal sigrinum gegn Reading með marki Stephen Ireland í uppbótartíma. Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson voru á sínum stað í liði Reading. Martin Petrov kom City yfir á 11. mínútu en James Harper jafnaði fyrir Reading áður en Ireland stal senunni í lokin. Leikjum dagsins lýkur svo með viðureign botnliðs Derby og Chelsea klukkan 17:15 sem sýndur er beint á Sýn 2. Staða efstu liða á Englandi: 1. Arsenal 33 stig í 13 leikjum 2. Man Utd 30 stig í 14 leikjum 3. Man City 29 stig í 14 leikjum 4. Liverpool 27 stig í 14 leikjum 5. Portsmouth 26 stig í 14 leikjum 6. Chelsea 25 stig í 13 leikjum
Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira