Enski boltinn

Reina duglegur við að halda hreinu

Reina heldur hreinu
Reina heldur hreinu NordicPhotos/GettyImages

José Manuel Reina, markvörður Liverpool, hélt hreinu í áttunda leiknum á tímabilinu í dag þegar Liverpool rúllaði yfir Newcastle á útivelli. Petr Cech hjá Chelsea getur jafnað árangur Reina á leiktíðinni ef hann fær ekki á sig mark gegn Derby í kvöld.

Reina hefur þegar sett sig í stöðu til að verða sá markvörður sem heldur oftast hreinu á leiktíðinni - þriðja árið í röð. Reina hélt Liverpool-markinu hreinu 19 sinnum í deildinni á síðustu leiktíð og 20 sinnum leiktíðina þar á undan.

Árið þar á undan, leiktíðina 2004-05 var það Petr Cech sem hélt oftast hreinu eða 24 sinnum, sem er frábær árangur.

Þeir Jens Lehmann og Edwin van der Sar héldu oftast hreinu leiktíðina 2004 eða 15 sinnum og árið áður var Brad Friedel hjá Blackburn hlutskarpastur með 15 leiki án þess að fá á sig mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×