Enski boltinn

Mín kæra, limur minn er fjall

Söngvarinn Tony Henry var í öngum sínum þegar hann heyrði af klúðrinu
Söngvarinn Tony Henry var í öngum sínum þegar hann heyrði af klúðrinu Mynd/Netið

Söngvarinn Tony Henry á nú hug og hjörtu stuðningsmanna króatíska landsliðsins eftir að hafa gert litil en áberandi mistök þegar hann söng þjóðsöng Króata á Wembley á miðvikudag.

Króatar unnu frækinn sigur á Englendingum í leiknum og margir þeirra vilja meina að góð frammistaða liðsins hafi komið vegna spaugilegs atviks sem átti sér stað fyrir leikinn.

Enski óperusöngvarinn Tony Henry söng þjóðsöng Króata af innlifun fyrir leikinn, en það sem hann er ekki sleipur í tungumálinu varð honum á að klúðra einu orðinu lítillega.

Í stað þess að syngja "mila kuda si planina" (mín kæra, við elskum fjöllin þín) - söng hann "mila kura si plainina" (mín kæra, limur minn er sem fjall). Þetta söng Henry fyrir 80,000 manns, en sem betur fer vissu flestir þeirra auðvitað ekkert hvað hann var að segja.

Henry hefur beðist innilega afsökunar á þessari uppákomu en flestir taka henni mjög vel. Sérstaklega stuðningsmenn króatíska landsliðsins sem vilja ólmir fá hann með á EM næsta sumar - bæði til að syngja og til þess að vera hreinlega lukkudýr landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×