Enski boltinn

Birmingham á eftir McLeish

NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Birmingham hafa farið þess á leit við skoska knattspyrnusambandið að fá að ræða við þjálfarann Alex McLeish um að gerast stjóri liðsins. Breska ríkissjónvarpið greindi frá þessu seint í gærkvöld.

McLeish náði ágætum árangri með skotana í undankeppni EM sem lauk í vikunni og óttuðust forráðamenn skoska liðsins einmitt að þessi góði árangur yrði til þess að draga athyglina að þjálfaranum.

Birmingham er stjóralaust eftir að félagið féllst á að leyfa Steve Bruce að fara til Wigan í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×