Enski boltinn

Keisarinn mælir með Klinsmann

Jurgen Klinsmann náði frábærum árangri með þýska landsliðinu
Jurgen Klinsmann náði frábærum árangri með þýska landsliðinu NordicPhotos/GettyImages

Þýska knattspyrnugoðsögnin Franz Beckenbauer skorar á enska knattspyrnusambandið að setja sig í samband við Jurgen Klinsmann og bjóða honum stöðu landslðsþjálfara.

Klinsmann þekkir enska boltann vel síðan hann lék með Tottenham og undir hans stjórn komust Þjóðverjar alla leið í undanúrslitin á HM í fyrra.

"Ég held að það væri kjörið fyrir Englendinga og Klinsmann að taka við enska landsliðinu. Jurgen hefur mjög fastmótaðar skoðanir og hvernig á að framkvæma þær. Hann talar fína ensku og myndi án efa njóta sín mjög vel í þessu starfi," sagði Beckenbauer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×