Enski boltinn

O´Neill útilokar enska landsliðið

Martin O´Neill hefur ekki áhuga á enska landsliðinu
Martin O´Neill hefur ekki áhuga á enska landsliðinu NordicPhotos/GettyImages

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, hefur útilokað að hann muni taka við enska landsliðinu í knattspyrnu. Hann þótti einn líklegasti maðurinn til að taka við starfinu að mati breskra veðbanka.

Jose Mourinho þótti ásamt O´Neill koma einna helst til greina í starfið að mati veðbanka, en hann hefur einnig gefið það út að hann hafi ekki í huga að taka það að sér.

Áður hafa menn eins og Sam Allardyce hjá Newcastle, Alan Curbishley hjá West Ham, Marcello Lippi á Ítalíu og Mark Hughes allir neitað að íhuga að taka starfið að sér.

Fabio Capello sem áður þjálfaði Real Madrid er sá eini sem hefur lýst yfir áhuga á að taka við landsliðinu og Harry Redknapp hjá Portsmouth hefur ekki útlokað það - þó hann telji ólíklegt að til sín verði leitað.

Næsti leikur enska landsliðsins verður vináttuleikur við Frakka þann 26. mars næsta vor en liðið gæti mögulega spilað í febrúar ef knattspyrnusambandinu tekst að finna eftirmann Steve McClaren.

Undankeppni HM 2010 hefst svo í september á næsta ári og dregið verður í riðla þar á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×