Hver tekur við enska landsliðinu? 22. nóvember 2007 16:42 NordicPhotos/GettyImages Fjöldi stjóra á Englandi og víðar hefur nú verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Englands í knattspyrnu. Vísir skoðaði þá sem taldir eru koma til greina, en sumir hafa þegar gert grein fyrir áformum sínum. Sam Allardyce, stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, útilokar að hann muni íhuga að taka við enska landsliðinu þó til hans yrði leitað. Allardyce var inni í myndinni þegar Steve McClaren var ráðinn á sínum tíma. Stóri-Sam er nýbúinn að skrifa undir samning við Newcastle eftir að hafa verið lengi hjá Bolton og ætlar hann að virða þann samning. Fyrr í dag lýsti ítalski þjálfarinn Fabio Capello því yfir í fjölmiðlum í heimalandinu að hann hefið áhuga á starfinu. Capello hefur starfað sem sjónvarpsmaður síðan hann hætti hjá Real Madrid í vor. Hann gerði liðið að spænskum meisturum öllum að óvörum og hefur unnið titla hjá nánast öllum liðum sem hann hefur stýrt á ferlinum. Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, hefur einnig verið orðaður við landsliðið. "Allir myndu líklega vilja fá tækifæri til að þjálfa landslið sitt en ég á ekki von á því að leitað verði til mín með svoleiðis. Þetta er kjörið tækifæri fyrir einhvern annan til að vinna með bestu knattspyrnumönnum heims," sagði Redknapp. Þá hefur nafn Steve Coppell hjá Reading einnig verið nefndur til sögunnar, en hann er hógvær eins og Redknapp. "Það þýðir ekkert að ræða þetta málefni, ég er samningsbundinn Reading og ég er mjög sáttur við það," sagði Coppell. Martin O´Neill hjá Aston Villa var líka orðaður við stöðuna í dag og þótti líklegastur til að taka við af McClaren ásamt Jose Mourinho. Hann fór í viðtal hjá knattspyrnusambandinu um leið og McClaren en var hafnað. Jose Mourinho hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti hjá Chelsea en þó breska þjóðin virðist hrifin af því að fá hann til starfa, er ekki víst að hann sjálfur kæri sig um það. Ekki hefur náðst í Mourinho enn sem komið er, en fyrrum ráðgjafi hans tjáði sig um málið í dag. "Það er auðvitað frábært fyrir hann að vera orðaður við enska landsliðið og spurningin er ekki sú hvort hann vill íhuga að starfa með landsliðinu, heldur hvort enska knattspyrnusambandið er hrifið af honum. Umboðsmaður Mourinho hefur ekki verið í neinu sambandi við enska sambandið enn sem komið er og Mourinho hefur aldrei viljað tala um þetta því hann ber virðingu fyrir Steve McClaren." Paul Ince, fyrrum landsliðsmaður Englands, vill að Glenn Hoddle verði aftur fenginn til að taka við landsliðinu. Hoddle hætti með liðið árið 1999 eftir að hafa látið hafa eftir sér að fatlaðir væru fólk sem verið væri að refsa fyrir syndir úr fyrra lífi. "Knattspyrnusambandið þarf að sýna kjark og gleyma fortíðinni. Hoddle er skarpur, klár og tilbúinn í starfið - svo er hann líka enskur. Hann var líka ekki rekinn af ástæðum sem snerta knattspyrnu á sínum tíma. Þetta er ekki mín ákvörðun og ég veit ekki hvort sambandið er sammála mér," sagði Ince. Enski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira
Fjöldi stjóra á Englandi og víðar hefur nú verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Englands í knattspyrnu. Vísir skoðaði þá sem taldir eru koma til greina, en sumir hafa þegar gert grein fyrir áformum sínum. Sam Allardyce, stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, útilokar að hann muni íhuga að taka við enska landsliðinu þó til hans yrði leitað. Allardyce var inni í myndinni þegar Steve McClaren var ráðinn á sínum tíma. Stóri-Sam er nýbúinn að skrifa undir samning við Newcastle eftir að hafa verið lengi hjá Bolton og ætlar hann að virða þann samning. Fyrr í dag lýsti ítalski þjálfarinn Fabio Capello því yfir í fjölmiðlum í heimalandinu að hann hefið áhuga á starfinu. Capello hefur starfað sem sjónvarpsmaður síðan hann hætti hjá Real Madrid í vor. Hann gerði liðið að spænskum meisturum öllum að óvörum og hefur unnið titla hjá nánast öllum liðum sem hann hefur stýrt á ferlinum. Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, hefur einnig verið orðaður við landsliðið. "Allir myndu líklega vilja fá tækifæri til að þjálfa landslið sitt en ég á ekki von á því að leitað verði til mín með svoleiðis. Þetta er kjörið tækifæri fyrir einhvern annan til að vinna með bestu knattspyrnumönnum heims," sagði Redknapp. Þá hefur nafn Steve Coppell hjá Reading einnig verið nefndur til sögunnar, en hann er hógvær eins og Redknapp. "Það þýðir ekkert að ræða þetta málefni, ég er samningsbundinn Reading og ég er mjög sáttur við það," sagði Coppell. Martin O´Neill hjá Aston Villa var líka orðaður við stöðuna í dag og þótti líklegastur til að taka við af McClaren ásamt Jose Mourinho. Hann fór í viðtal hjá knattspyrnusambandinu um leið og McClaren en var hafnað. Jose Mourinho hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti hjá Chelsea en þó breska þjóðin virðist hrifin af því að fá hann til starfa, er ekki víst að hann sjálfur kæri sig um það. Ekki hefur náðst í Mourinho enn sem komið er, en fyrrum ráðgjafi hans tjáði sig um málið í dag. "Það er auðvitað frábært fyrir hann að vera orðaður við enska landsliðið og spurningin er ekki sú hvort hann vill íhuga að starfa með landsliðinu, heldur hvort enska knattspyrnusambandið er hrifið af honum. Umboðsmaður Mourinho hefur ekki verið í neinu sambandi við enska sambandið enn sem komið er og Mourinho hefur aldrei viljað tala um þetta því hann ber virðingu fyrir Steve McClaren." Paul Ince, fyrrum landsliðsmaður Englands, vill að Glenn Hoddle verði aftur fenginn til að taka við landsliðinu. Hoddle hætti með liðið árið 1999 eftir að hafa látið hafa eftir sér að fatlaðir væru fólk sem verið væri að refsa fyrir syndir úr fyrra lífi. "Knattspyrnusambandið þarf að sýna kjark og gleyma fortíðinni. Hoddle er skarpur, klár og tilbúinn í starfið - svo er hann líka enskur. Hann var líka ekki rekinn af ástæðum sem snerta knattspyrnu á sínum tíma. Þetta er ekki mín ákvörðun og ég veit ekki hvort sambandið er sammála mér," sagði Ince.
Enski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira