Lífið

Eddie Murphy vill ekki sjá dóttur sína

Kryddpían Mel B er fjúkandi ill út í Eddie Murphy fyrir að taka enga ábyrgð á barninu sem þau eiga saman.
Kryddpían Mel B er fjúkandi ill út í Eddie Murphy fyrir að taka enga ábyrgð á barninu sem þau eiga saman.

Kryddpían Mel B er hoppandi ill út í barnsföður sinn, leikarann Eddie Murphy, en hann neitar að taka nokkurn þátt í uppeldi dóttur þeirra Angel Iris.

Murphy hefur áður sýnt af sér sannkallaða herramennsku því hann neitaði því beinni útsendingu að hann væri faðir stúlkunnar og þurfti að gangast undir DNA-próf til að sannleikurinn kæmi í ljós.

Murphy hefur engan áhuga á því að hitta dóttur sína eða borga hluta af uppeldiskostnaði. Lögfræðingar hans hafa ekki boðið Mel B neitt og hún er brjáluð. "Ef hann vill ekki taka ábyrgð á gjörðum sínum þá hefði hann átt að halda rennilásnum lokuðum," eru skilaboðin til leikarans frá kryddpíunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.