Lífið

Madeleine valin fegursta prinsessan

Sænska prinsessan Madeleine hefur verið valin fegursta prinsessa heims. Það var sænska tímaritið Svensk Damtidning sem fékk 19 hirðfréttamenn víða í Evrópu til að velja fegurstu prinsessuna og hlaut Madeleine 8 atkvæði sem dugðu í fyrsta sætið.

Danska krónprinsessan Mary hlaut annað sætið og hin hollenska Maxima náði þriðja sætinu. Tímaritið hefur eftir ritstjóra hins norska Se og Hör að Madeleine sé ekki aðeins fegursta prinsessa í heimi heldur einnig sú kynþokkafyllsta. Ritstjórinn segir að Norðmenn elski "Madde" og óskandi að hún væri norsk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.