Enski boltinn

Engar afsakanir gildar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Steve McClaren segir það óafsakanlegt ef England kemst ekki á EM.
Steve McClaren segir það óafsakanlegt ef England kemst ekki á EM.

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, segir að engar afsaknir verði teknar gildar ef liðið nær ekki að komast í lokakeppni Evrópumótsins. England leikur lokaleik sinn í undankeppninni gegn Króatíu á miðvikudag og þarf stig til að komast áfram.

„Fyrst Ísrael vann Rússland þá er þetta aftur komið í okkar hendur. Við erum í ökumanns-sætinu. Okkur dugir jafntefli gegn Króatíu en stefnum að sjálfsögðu á sigur," sagði McClaren.

McClaren hefur biðlað því til stuðningsmanna enska landsliðsins að sýna jákvæðni í aðdraganda leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×