Lífið

Katie Melua á Íslandi - Ætlar að heimsækja Loga

Söngkonan heimsþekkta Katie Melua lendir á Íslandi í hádeginu. Hún mun í kvöld koma fram í Kastljósinu og svo í skemmtiþætti Loga Bergmanns Eiðssonar á Stöð 2.

Á morgun mun Melua svo gefa blaðamönnum viðtöl áður en hún heldur svo af landi brott síðdegis þann sama dag.

Allra heitustu aðdáendum söngkonunnar íðilfögru er bent á að panta borð á Sjávarkjallaranum í kvöld en Vísir hefur heimildir fyrir því að þar muni Melua snæða í kvöld.

Logi Bergmann Eiðsson segist spenntur fyrir því að fá Melua í settið til sín í kvöld.

"Þegar ég frétti að hún yrði hér á landinu var auðsótt mál að fá hana í þáttinn til mín," segir Logi.

Í þættinum mun hún meðal annars flytja hið vinsæla lag "If You Were a Sailboat" auk þess sem hún mun setjast í sófann hjá Loga og eiga við hann spjall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.