Innlent

Vill banna kaup á kynlífsþjónustu

Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður
Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, mun í næstu viku leggja fram frumvarp um siðareglur fyrir opinbera starfsmenn í vinnuferðum erlendis. Í þeim verður lagt blátt bann við því aðp opinberir starfsmenn kaupi sér kynlífsþjónustu hvers konar.

Í samtali við Vísi sagði Kolbrún að sambærilegar reglur væru til staðar eða í vinnslu á hinum Norðurlöndunum.

"Siðareglur eru sjálfsagður hlutur fyrir fólk sem fer erlendis í umboði þjóðar sinnar," segir Kolbrún.

Hún segir að ríkisstarfsmenn í opinberum erindagjörðum eigi að fara fram með góðu fordæmi. Þeir eigi til að mynda að beina viðskiptum sínum frá þeim sem leggja blessun sína á klám og klámvæðingu. 

"Ég er til dæmis þeirrar skoðunnar að þeir sem eru í ferðum á vegum hins opinbera eigi ekki að eiga viðskipti við hótel sem bjóða upp á klámrásir," segir Kolbrún.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×