Innlent

Ráðherra vill ekki hefta jarðakaup auðmanna

Fjárfestingar þéttbýlisbúa í jörðum eru ekki ógn við sveitirnar heldur skapa ný tækifæri, að mati Einars K. Guðfinnssonar landbúnaðarráðherra, sem telur ekki ástæðu til að stemma stigu við miklum jarðakaupum efnafólks.

Í flestum héruðum þekkja menn nýleg dæmi um jarðakaup auðmanna. Í Vopnafirði hefur íslenskur fjárfestir, búsettur erlendis, á fáum árum eignast fimmtán jarðir, fjórðung allra jarða í sveitinni. Helsti kúabóndinn þar, Björn Halldórsson, óttast áhrifin á matvælaframleiðslu og hvetur til þess að spyrnt verði við fæti.

Landbúnaðarráðherra telur þó í ljósi örra eignabreytinga að undanförnu rétt að fara yfir þessi mál og kortleggja en vill ekki grípa inn í á þessu stigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×