Warnock er eins og vælandi krakki 12. október 2007 10:00 Graham Poll hakkar Neil Warnock í sig í pistli sem hann skrifar í Daily Mail í dag NordicPhotos/GettyImages Fyrrum knattspyrnudómarinn Graham Poll heldur hvergi aftur af sér í pistli sem hann skrifar um Neil Warnock í Daily Mail í dag. Poll segir dómara ekki hlakka til að vinna með nýráðnum stjóra Crystal Palace sem hann kallar óvinsælasta mann í knattspyrnunni. Hér fyrir neðan fer ágrip af pistli dómarans. "Ég á bágt með að trúa að sé til óvinsælli persóna í knattspyrnuheiminum og Warnock og ég á erfitt með að trúa því að dómarar hlakki til að dæma leiki Palace í framtíðinni - ekki fyrr en Warnock verður dæmdur í sitt fyrsta leikbann í það minnsta. Warnock er mesti vælukjói sem hefur þjálfað lið á Englandi og hefur lent í útistöðum við alla sem hann hefur unnið með. Hann segist sjálfur vera með dómararéttindi og montar sig alltaf af því þegar hann ræðir dómgæslu - en ég hef nú ekki vitað til þess að hann hafi verið að dæma leiki undanfarið og hann virðist gleyma því að menn verða að starfa við dómgæslu til að halda réttindum sínum. Vælið í Warnock er oftar en ekki byggt á fáfræði hans á reglum leiksins og missir oft á tíðum alveg sjónar af því sem hann þarf að gera fyrir lið sitt því hann eyðir svo miklum tíma í að svívirða dómara og aðstoðarmenn þeirra. Ég heyrði hann öskra á hinn geðþekka Gary Kelly hjá Leeds fyrir nokkru þar sem Warnock sagðist óska þess að hann fótbrotnaði í næsta leik. Þvílíkur heiðursmaður. Í hverjum leik eyðir hann hálftíma í að rakka dómarana niður af því honum finnst hann eiga rétt á því. Það er alltaf ein aukaspyrna eða eitt innkast sem veldur því að liðið hans tapar og því kennir hann dómurunum um allt sem miður fer hjá liðnu hans. Ég á vini sem halda með Palace og þeir hafa allir haft samband við mig og harmað að Warnock sé tekinn við Palace. Þeir eiga alla mína samúð og ég vona að dómararnir muni standa uppi í hárinu á honum á næstunni og refsa honum fyrir öfgafulla framkomu hans, því hann er að skemma leikinn sem hann segist elska. Það er bara synd að hann skuli ekki elska fótboltann eins mikið og hann elskar sjálfan sig," skrifar Graham Poll. Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Fyrrum knattspyrnudómarinn Graham Poll heldur hvergi aftur af sér í pistli sem hann skrifar um Neil Warnock í Daily Mail í dag. Poll segir dómara ekki hlakka til að vinna með nýráðnum stjóra Crystal Palace sem hann kallar óvinsælasta mann í knattspyrnunni. Hér fyrir neðan fer ágrip af pistli dómarans. "Ég á bágt með að trúa að sé til óvinsælli persóna í knattspyrnuheiminum og Warnock og ég á erfitt með að trúa því að dómarar hlakki til að dæma leiki Palace í framtíðinni - ekki fyrr en Warnock verður dæmdur í sitt fyrsta leikbann í það minnsta. Warnock er mesti vælukjói sem hefur þjálfað lið á Englandi og hefur lent í útistöðum við alla sem hann hefur unnið með. Hann segist sjálfur vera með dómararéttindi og montar sig alltaf af því þegar hann ræðir dómgæslu - en ég hef nú ekki vitað til þess að hann hafi verið að dæma leiki undanfarið og hann virðist gleyma því að menn verða að starfa við dómgæslu til að halda réttindum sínum. Vælið í Warnock er oftar en ekki byggt á fáfræði hans á reglum leiksins og missir oft á tíðum alveg sjónar af því sem hann þarf að gera fyrir lið sitt því hann eyðir svo miklum tíma í að svívirða dómara og aðstoðarmenn þeirra. Ég heyrði hann öskra á hinn geðþekka Gary Kelly hjá Leeds fyrir nokkru þar sem Warnock sagðist óska þess að hann fótbrotnaði í næsta leik. Þvílíkur heiðursmaður. Í hverjum leik eyðir hann hálftíma í að rakka dómarana niður af því honum finnst hann eiga rétt á því. Það er alltaf ein aukaspyrna eða eitt innkast sem veldur því að liðið hans tapar og því kennir hann dómurunum um allt sem miður fer hjá liðnu hans. Ég á vini sem halda með Palace og þeir hafa allir haft samband við mig og harmað að Warnock sé tekinn við Palace. Þeir eiga alla mína samúð og ég vona að dómararnir muni standa uppi í hárinu á honum á næstunni og refsa honum fyrir öfgafulla framkomu hans, því hann er að skemma leikinn sem hann segist elska. Það er bara synd að hann skuli ekki elska fótboltann eins mikið og hann elskar sjálfan sig," skrifar Graham Poll.
Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira