Enski boltinn

Speed sparkað úr þjálfarastólnum

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn síungi, Gary Speed hjá Bolton, hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari hjá félaginu. Speed var ráðinn spilandi þjálfari af Sammy Lee þegar hann tók við af nafna sínum Allardyce, en Lee vill nú að hinn 38 ára gamli Speed einbeiti sér að því að spila með liðinu.

Ekki liggur ljóst fyrir hver ástæðan er fyrir þessari ráðstöfun, en Speed sjálfur segir að hann hafi sjálfur tekið þessa ákvörðun til að einbeita sér að því að spila. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×