Enski boltinn

Hiddink neitar að vera á leið til Chelsea

NordicPhotos/GettyImages

Hollenski knattspyrnuþjálfarinn Guus Hiddink segist ekki vera á leið til Chelsea eins og enskir fjölmiðlar hafa haldið fram undanfarna daga. Hann segist vissulega hafa verið í sambandi við Roman Abramovich, en það tengist aðeins rússneska landsliðinu.

"Ég hef fimm sinnum hitt Roman Abramovich en það hefur aldrei verið í tengslum við Chelsea," sagði Hiddink í samtali við Times. "Mér hefur verið falið það verkefni að endurskipuleggja rússneska knattspyrnu fyrir árið 2014 og ef marka má skuldbindingar Abramovich og framtíðarsýn - á ég ekki von á að hann vilji trufla mig við það," sagði Hiddink.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×