Enski boltinn

Rijkaard orðaður við Chelsea

NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Daily Mail fullyrðir í dag að fyrirhuguð ráðning Chelsea á þjálfaranum Henk Ten Cate sé aðeins fyrsti leikur Roman Abramovich eiganda Chelsea í "hollenskri innrás" hjá félaginu.

Blaðið segir þannig að Chelsea muni ráða Ten Cate fyrir lok landsleikjahlés í næstu viku og ætli sér að kaupa sóknarmanninn Klaas-Jan Huntelaar frá Ajax. Rósin í hnappagatinu verði svo ráðning Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona næsta sumar.

"Það er ekkert leyndarmál í Hollandi að þetta er síðasta árið hans Rijkaard hjá Barcelona. Hann fer til Chelsea næsta sumar þar sem hann verður með Ten Cate sér til aðstoðar og Avram Grant mun taka aftur við stöðu tæknistjóra," sagði tengiliður Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×