Enski boltinn

Richards vill spila með Arsenal

NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Micah Richards hjá Manchester City segir að hann væri til í að spila með Arsenal einn daginn. Richards er kominn í enska landsliðið aðeins 19 ára gamall en ekki er víst að stuðningsmenn City verði sáttir við þessa yfirlýsingu hans.

"Ég var rosalega hrifinn af Ian Wright þegar ég var yngri og þess vegna hélt ég með Arsenal. Wright og Patrick Vieira voru hetjurnar mínar og ef ég fæ tækifæri til að leika með Arsenal í framtíðinni, mun ég sannarlega taka því," sagði Richards.

Hann er nú í samningaviðræðum við City þar sem hann mun væntanlega fá væna kauphækkun. "Í augnablikinu er ég upptekinn við að halda City í efri hluta deildarinnar og ég held að við höfum mannskap í að gera það," sagði Richards í samtali við Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×