Enski boltinn

Ég hefði geta spilað um helgina

NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn William Gallas hjá Arsenal er í leikmannahópi Frakka sem mæta Færeyingum á laugardaginn í undankeppni EM. Hann segist nú vera orðinn góður af meiðslum sem hafa haldið honum frá keppni í nálægt tvo mánuði.

"Ég hefði alveg geta spilað með Arsenal um helgina, en stjórinn ákvað að hvíla mig," sagði Gallas sem missti af 3-2 sigri Arsenal á Sunderland.

Hann meiddist í nára í leik gegn Blackburn þann 19. ágúst sl. "Ég er í mjög góðu standi núna. Ég byrjaði að æfa á fullu á föstudaginn og mun verða klár með landsliðinu á laugardaginn," sagði Gallas í samtali við L´Equipe.

Frakkar eru í efsta sæti B-riðilsins fyrir heimsóknina til Færeyja og mæta svo Litháum í Nantes þann 17. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×