Erlent

24 slösuðust í sprengingu

Mynd: CNN

24 slösuðust þegar mikil gassprenging varð í íbúð í Harlem hverfi New York borgar í gær.

Gluggar splundruðust og þeyttust glerbrot á götuna fyrir neðan á gangandi vegfarendur. Af þeim sem slösuðust voru átta börn.

Slökkvilið borgarinnar segir að gasleki sé líklega orsökin að sprengingunni en það verður sannreynt á morgun þegar formlegri rannsókn líkur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×