Erlent

Drykkjuleikur kemur Bretaprins í bobba

Harry Bretaprins er aftur kominn í fréttirnar á Englandi eftir að myndir sem sýna hann sjúga vodka í nefið birtust í fjölmiðlum.

Myndirnar voru teknar í Namibíu þar sem Harry eyddi sumarfríi sínu ásamt nokkrum vinum og kærustu sinni, Chelsy Davy. Einn daginn fóru félagarnir í drykkjuleik sem endaði með því að Harry tók staup af vodka í nefið við mikinn fögnuð viðstaddra. Konungsfjölskyldan er ekki jafn hress með uppátæki prinsins enda náðist allt á filmu sem News of the World birti svo í gær.

Haft er eftir heimildamanni úr röðum konungsfjölskyldunnar að Harry hafi vissulega gaman af því að skemmta sér en að hann verði að gera sér grein fyrir því fordæmi sem hann setji.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×