Enski boltinn

Hargreaves frá í mánuð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Owen Hargreaves verður ekki með United næsta mánuðinn.
Owen Hargreaves verður ekki með United næsta mánuðinn. Nordic Photos / Getty Images

Owen Hargreaves verður frá næsta mánuðinn en búist var við því að hann myndi spila leik Manchester United og Roma í gær.

Alex Ferguson, stjóri United, greindi frá því á blaðamannafundi eftir leikinn í gær að hann þurfti að fá sprautu fyrir sinarbólgu sem gerir það að verkum að hann verður frá á næstunni.

Auk þess að missa af leikjum United á þessum tíma þýðir þetta einnig að hann missir af landsleikjum Englands við Eistland og Rússland í undankeppni EM 2008 síðar í mánuðinum.

Góðu fréttirnar eru þó að Hargreaves þarf ekki að gangast undir aðgerð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×