Enski boltinn

Tottenham - Aston Villa í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar
Dimitar Berbatov, sóknarmaður Tottenham.
Dimitar Berbatov, sóknarmaður Tottenham.

Einn leikur er í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Tottenham tekur á móti Aston Villa klukkan 19:00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn 2. Martin Jol, stjóri Tottenham, þarf nauðsynlega á sigri að halda enda staða hans völt.

Jermaine Jenas snýr líklega aftur í lið Tottenham en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Ledley King er enn frá vegna meiðsli og það sama á við um Anthony Gardner sem er þó farinn að æfa.

Hjá Aston Villa er John Carew frá vegna ökklameiðsla og má reikna með því að Gabriel Agbonlahor verði því í fremstu víglínu.

Tottenham er aðeins með fimm stig eftir sjö leiki en stuðningsmenn liðsins höfðu vonast til að það gæti farið að veita efstu liðum deildarinnar samkeppni. Aston Villa er með tíu stig að loknum sex leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×