Enski boltinn

Enn talsvert í Barton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Joey Barton.
Joey Barton.

Það er enn mánuður í það að Joey Barton geti spilað sinn fyrsta alvöru leik fyrir Newcastle. Hann ristarbrotnaði í æfingaleik Newcastle gegn Carlisle á undirbúningstímabilinu, skömmu eftir að hafa gengið til liðs við félagið.

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að enn séu fjórar til fimm vikur í að Barton geti farið að spila. Bati hans hefur verið hægari en vonast hafði verið eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×