Enski boltinn

City og Portsmouth áfram

Elvar Geir Magnússon skrifar
Samaras skoraði fyrir City.
Samaras skoraði fyrir City.

Úrvalsdeildarliðin Manchester City og Portsmouth komust í kvöld bæði áfram í næstu umferð ensku deildabikarkeppninnar. Liðin sýndu þó ekki sannfærandi frammistöðu gegn liðum í ensku 1. deildinni.

Georgios Samaras skoraði sigurmark City undir blálokin gegn Norwich. Þá skoraði David Nugent mark Portsmouth sem vann 1-0 sigur á útivelli gegn Burnley.

Enginn íslenskur leikmaður kom við sögu í leikjum kvöldsins. Hermann Hreiðarsson var hvíldur hjá Portsmouth og Reading hvíldi Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson. Þá sat Jóhannes Karl Guðjónsson allan tímann á bekknum hjá Burnley.

Úrslit í leikjum kvöldsins í deildabikarnum:

Arsenal - Newcastle 2-0

Burnley - Portsmouth 0-1

Manchester City - Norwich 1-0

Reading - Liverpool 2-4

Sheffield United - Morecambe 5-0

WBA - Cardiff 2-4

Blackpool - Southend 2-1

Luton - Charlton 3-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×