Enski boltinn

Salifou kominn með atvinnuleyfi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Moustapha Salifou.
Moustapha Salifou.

Moustapha Salifou er kominn með atvinnuleyfi á Englandi og er því orðinn löglegur með Aston Villa. Salifou var keyptur til Villa undir lok félagaskiptagluggans en hann er landsliðsmaður frá Tógó.

Þessi 24 ára leikmaður skrifaði undir eins árs samning en hann hefur æft með fyrrum félagi sínu, FC Wil í Sviss, meðan hann hefur beðið eftir leyfinu.

Martin O'Neill býst við að Salifou mæti til æfinga á næstu dögum en hann segist þó ekki vita hvort hann sé í nægilega góðu formi til að byrja að spila strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×