Enski boltinn

Silvestre tilbúinn í mars

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frakkinn Mikael Silvestre.
Frakkinn Mikael Silvestre.

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, reiknar með því að varnarmaðurinn Mikael Silvestre verði tilbúinn í slaginn í mars. Reiknað var með því að Silvestre yrði ekki meira með á tímabilinu eftir að hafa slitið krossbönd í hné í leik gegn Everton.

„Ég er handviss um það að Mikel verði tilbúinn í slaginn í mars. Hann gekkst undir aðgerð í Frakklandi í síðustu viku og hún gekk mjög vel. Það voru engir auka-kvillar sem fylgdu þessu," sagði Ferguson.

Silvestre getur leikið sem miðvörður og einnig í vinstri bakverði.

Annars er það að frétta úr herbúðum Manchester United að Gary Neville, fyrirliði liðsins, er farinn að æfa á ný en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðan í mars. Í fjarveru hans hefur Wes Brown leikið í hægri bakverðinum og staðið sig fantavel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×