Enski boltinn

United vann Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jon Obi Mikel fékk að líta rauða spjaldið í leiknum.
Jon Obi Mikel fékk að líta rauða spjaldið í leiknum. Nordic Photos / Getty Images

Carlos Tevez og Louis Saha skoruðu í 2-0 sigri Manchester United á Chelsea.

United byrjaði mun betur í leiknum og stjórnuðu honum án þess þó að skora.

Chelsea heimtaði þó vítaspyrnu á upphafsmínútunum er Joe Cole virtist brugðið í vítateig United. Ekkert var þó dæmt.

Eftir rúmlega hálftíma leik var svo Jon Obi Mikel vikið af velli fyrir brot á Patrice Evra. Dómurinn virtist full harkalegur en þar við sat. United var orðið manni fleiri.

Petr Cech hélt þó sínum mönnum á floti með góðri markvörslu framan af í fyrri hálfleik.

Hann náði þó ekki að verja skalla Carlos Tevez sem kom á nærstöng United-marksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. United leiddi því hálfleik, 1-0, auk þess að vera manni fleirri.

Chelsea reyndu frekar að verjast en sækja í upphafi síðari hálfleiks og áttu greinilega í vandræðum með United, manni færri, á Old Trafford.

United sótti mun meira og áttu skilið að skora aftur í leiknum. Í þetta sinn var það Louis Saha sem skoraði úr víti eftir að brotið var á Saha sjálfum. Brotið virtist reyndar ekki gróft hjá Tal Ben Haim og verðskuldaði varla víti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×