Enski boltinn

Mourinho: Ég kem aftur til Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mourinho útilokar ekki að koma aftur til Chelsea.
Mourinho útilokar ekki að koma aftur til Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Mourinho segir í viðtali við News of the World í dag að hann vilji koma aftur einn daginn til Chelsea.

„Það er mér svo kært að allir hjá félaginu, frá kokkinum til boltastrákanna og öryggisvarða, kölluðu mig „stjóra“. Þess vegna vil ég koma aftur einn daginn. Af hverju ekki? Ég myndi gjarnan vilja koma hingað aftur. Fólk elskar mig og ég elska fólkið.“

Blaðið hefur svo eftir Mourinho að hann hafi sagt vini sínum að hann teldi það afar líklegt að hann kæmi aftur ef Abramovich myndi einhvern tímann selja félagið.

„Ég mun sakna knattspyrnunnar í Englandi. Ég mun sakna ástríðunnar, troðfullum leikvöngum og menningarinnar bæði fyrir og eftir leiki. Ég dáist að leikmönnum hér á landi og frábæru viðhorfi þeirra.“

Mourinho sagði að brotthvarf hans frá Chelsea hafi verið sársaukafyllsta reynsla lífs hans.

Smelltu hér til að lesa allt viðtalið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×