Mourinho kennir Terry um Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. september 2007 11:46 Mourinho og Terry voru á sínum tíma hinir mestu mátar. Nordic Photos / Getty Images Samkvæmt innanbúðarmanni The Guardian kennir Jose Mourinho fyrirliðanum John Terry um brotthvarf hans frá Chelsea. The Guardian vitnar ekki í nafngreindan heimildamann en segist hafa frásagnir frá því hvað gerðist miðvikudaginn örlagaríka þegar Jose Mourinho hætti hjá Chelsea frá innanbúðarmanni. Það hefur áður komið fram að John Terry hafi verið afar ósáttur við Mourinho daginn sem Chelsea mætti Rosenborg í Meistaradeildinni. Mourinho mun hafa spurst fyrir um ástæður þess að John Terry hafi ekki staðið sig jafn vel á núverandi leiktíð og svo oft áður. Terry tók ekki vel í það og mun hafa nánast hætt við að spila leikinn við Rosenborg hálftíma fyrir leik. Liðsfélagi hans kom honum þó í skilning um að byrja að hita upp og spila leikinn. Það var svo John Terry sem tapaði návíginu við Miika Koppinen þegar Rosenborg komst yfir í leiknum. Í hálfleik gagnrýndi Mourinho Terry mikið fyrir að hafa sofnað á verðinum. Terry neitaði að axla ábyrgð á markinu og hunsaði Mourinho algerlega. Peter Kenyon var látinn vita af málinu og á krísufundinum á miðvikudaginn vildi hann meina að samkvæmt þessu væri Mourinho byrjaður að missa traust lykilleikmanna sinna. Í kjölfarið bað félagið Mourinho um að segja upp störfum. Hann neitaði því og síðar sættust aðilar á að hann hætti samkvæmt samkomulagi þeirra. Mourinho sendi síðan Terry SMS-skilaboð þar sem hann kaldhæðnislega þakkaði Terry fyrir að tala við yfirmenn félagsins. Á föstudag hittust leikmenn á fundi sem John Terry kallaði til. Nokkrir leikmenn, svo sem Ashley Colo, Didier Drogba og Florent Malouda, gagnrýndu Terry fyrir að gera ekki nóg til að halda Mourinho hjá félaginu. Grein The Guardian The Observer: Tears, hugs and two icy handshakes Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira
Samkvæmt innanbúðarmanni The Guardian kennir Jose Mourinho fyrirliðanum John Terry um brotthvarf hans frá Chelsea. The Guardian vitnar ekki í nafngreindan heimildamann en segist hafa frásagnir frá því hvað gerðist miðvikudaginn örlagaríka þegar Jose Mourinho hætti hjá Chelsea frá innanbúðarmanni. Það hefur áður komið fram að John Terry hafi verið afar ósáttur við Mourinho daginn sem Chelsea mætti Rosenborg í Meistaradeildinni. Mourinho mun hafa spurst fyrir um ástæður þess að John Terry hafi ekki staðið sig jafn vel á núverandi leiktíð og svo oft áður. Terry tók ekki vel í það og mun hafa nánast hætt við að spila leikinn við Rosenborg hálftíma fyrir leik. Liðsfélagi hans kom honum þó í skilning um að byrja að hita upp og spila leikinn. Það var svo John Terry sem tapaði návíginu við Miika Koppinen þegar Rosenborg komst yfir í leiknum. Í hálfleik gagnrýndi Mourinho Terry mikið fyrir að hafa sofnað á verðinum. Terry neitaði að axla ábyrgð á markinu og hunsaði Mourinho algerlega. Peter Kenyon var látinn vita af málinu og á krísufundinum á miðvikudaginn vildi hann meina að samkvæmt þessu væri Mourinho byrjaður að missa traust lykilleikmanna sinna. Í kjölfarið bað félagið Mourinho um að segja upp störfum. Hann neitaði því og síðar sættust aðilar á að hann hætti samkvæmt samkomulagi þeirra. Mourinho sendi síðan Terry SMS-skilaboð þar sem hann kaldhæðnislega þakkaði Terry fyrir að tala við yfirmenn félagsins. Á föstudag hittust leikmenn á fundi sem John Terry kallaði til. Nokkrir leikmenn, svo sem Ashley Colo, Didier Drogba og Florent Malouda, gagnrýndu Terry fyrir að gera ekki nóg til að halda Mourinho hjá félaginu. Grein The Guardian The Observer: Tears, hugs and two icy handshakes
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira