Enski boltinn

Cahill: Everton frekar en Ástralía

Elvar Geir Magnússon skrifar
Cahill á það sameiginlegt með Lucas Neill að vera mikill sundáhugamaður.
Cahill á það sameiginlegt með Lucas Neill að vera mikill sundáhugamaður.

Tim Cahill segist taka Everton framyfir ástralska landsliðið. Honum líkar lífið vel á Goodison Park og segist aldrei hafa hugsað út í það að yfirgefa liðið. Hann er þessa stundina að vinna í því að jafna sig á meiðslum sem hann hlaut á undirbúningstímabilinu.

„Fólk talaði um það eftir heimsmeistaramótið að ég væri á leið í stærra félag. Svo var ég spurður út í það af hverju í ósköpunum ég skrifaði undir nýjan samning við Everton? Svarið er einfalt. Mér og fjölskyldu minni líður vel í Liverpool og ég er ánægður hjá félaginu," sagði Cahill.

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur verið allt annað en ánægður með hve mikið Cahill hefur verið fjarverandi vegna landsliðsverkefna með Ástralíu.

„Ég skil hann fullkomlega. Ég ætla að byrja að hugsa öðruvísi. Núna er Everton í forgangi. Þjálfari Ástralíu veit af þessu," sagði Cahill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×