Fótbolti

Fallegt sjálfsmark

Christian Wilhelmsson er mjög sáttur við Íslendinga
Christian Wilhelmsson er mjög sáttur við Íslendinga NordicPhotos/GettyImages

Sænska landsliðið í knattspyrnu fylgdist að sjálfssögðu vel með gangi mála í leik Íslands og Norður-Írlands í gær og kunna frændur okkar Svíar okkur bestu þakkir fyrir sigurinn. "Aftur getum við þakkað Íslendingum fyrir hagstæð úrslit," sagði Christina Wilhelmsson, landsliðsmaður Svía í samtali við fjölmiðla í heimalandinu.

Svíar högnuðust vel á stigunum fjórum sem íslenska liðið innbyrti gegn Spánverjum og Norður-Írum og situr liðið nú á toppnum með leik til góða. Svíar eru því í vænlegri stöðu til að tryggja sér sæti á EM næsta sumar og það er mikið til íslenska landsliðinu að þakka eftir að það hirti stig af keppinautum Svía. "Fallegt sjálfsmark" sagði í fyrirsögn Aftonbladet í dag þar sem átt var við sjálfsmark Keith Gillespie á Laugardalsvellinum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×