Fótbolti

Healy jafnaði met á Laugardalsvelli

Healy hefur þrjá leiki til að slá met Davor Suker frá 1996.
Healy hefur þrjá leiki til að slá met Davor Suker frá 1996. NordicPhotos/GettyImages

Markahrókurinn David Healy hjá norður-írska landsliðinu jafnaði met í gær þegar hann skoraði sitt 12. mark í undankeppni EM úr vítaspyrnu á Laugardalsvellinum. Aðeins einn maður hefur áður náð að skora 12 mörk í undankeppni EM og Healy hefur nú þrjá leiki til að slá metið.

Það var króatíski sóknarmaðurinn Davor Suker sem einnig náði að skora 12 mörk í undankeppni EM, en hann afrekaði það í aðeins 10 leikjum í undankeppni EM árið 1996. Tveir leikmenn hafa náð að skora 11 mörk - Spánverjinn Raul árið 2000 og hinn danski Ole Madsen í undankeppni EM 1964.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×