Fótbolti

McLeish: Eitt besta kvöldið á knattspyrnuferlinum

McLeish var að vonum ánægður eftir frækinn sigur Skota í gær
McLeish var að vonum ánægður eftir frækinn sigur Skota í gær NordicPhotos/GettyImages

Alex McLeish, þjálfari Skota, segist afar stoltur af frammistöðu sinna manna í París í gærkvöld þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Frakka 1-0 í undankeppni Evrópumótsins. Skotar eru nú öllum að óvörum í efsta sæti B-riðilsins og eiga góða möguleika á að slá Frökkum og Ítölum við.

Það var James McFadden sem skoraði sigurmarkið frækna og færði Frökkunum aðeins annað tap sitt á Parc de Princes vellinum síðan hann var opnaður árið 1998. "Ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum í kvöld og þeir uppskáru ríkulega laun erfiðis síns. Þeir börðust vel og léku af ástríðu. Þessi leikur tryggði eitt besta kvöld ævi minnar á knattspyrnusviðinu," sagði McLeish ánægður.

Skotar hafa tveggja stiga forystu á Frakka í B-riðlinum og sigruðu í báðum viðureignum liðanna 1-0. Skotar hafa 21 stig á toppnum, Ítalar hafa 20 stig eftir 2-1 útisigur á Úkraínu í gær og Frakkarnir 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×