Fótbolti

Scolari á hálum ís

Scolari segist saklaus af ásökunum
Scolari segist saklaus af ásökunum NordicPhotos/GettyImages
Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgal í knattspyrnu, gæti átt fyir höfði sér refsingu eftir að hann lenti í rimmu við einn af leikmönnum Serba á landsleik þjóðanna í gærkvöld. Portúgalar þurftu að gera sér að góðu 1-1 jafntefli. Scolari er sakaður um að hafa kýlt til Ivica Dragutionvic í serbneska liðinu á hliðarlínunni og gæti átt fyir höfði sér leikbann og/eða sekt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×