Fótbolti

Healy tæpur

David Healy er markahæsti leikmaðurinn í undankeppni EM með 11 mörk
David Healy er markahæsti leikmaðurinn í undankeppni EM með 11 mörk NordicPhotos/GettyImages
Norður-Írski markahrókurinn David Healy meiddist lítillega á æfingu liðsins í Reykjavík í dag samkvæmt tilkynningu frá írska knattspyrnusambandinu. Healy fékk spark í kálfann og dró sig því í hlé frá æfingum. Þá eru bæði Keith Gillespie og Jonny Evans í baráttu við smávægileg meiðsli, en gert er ráð fyrir því að þeir verði nógu heilir í leiknum á miðvikudagskvöldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×