Fótbolti

Worthington æfur eftir tapið gegn Lettum

Worthington vandaði sínum mönnum ekki kveðjurnar eftir tapið í Riga á laugardaginn
Worthington vandaði sínum mönnum ekki kveðjurnar eftir tapið í Riga á laugardaginn NordicPhotos/GettyImages

Nigel Worthington, landsliðsþjálfari Norður-Íra, var æfur eftir að lið hans tapaði 1-0 fyrir Lettum á laugardaginn og missti þar með af mjög dýrmætum stigum í toppbaráttunni í F-riðli í undankeppni EM. Hann segir engann mann vera öruggan um sæti sitt í liðinu fyrir leikinn gegn Íslendingum á miðvikudag.

"Okkur skorti alla ástríðu og baráttuanda í þessum leik og ég er bæði vonsvikinn og argur. Við brugðums allir í þessum leik og mér er alveg sama hverjir eru í þessu liði - ef þeir skila ekki grunnatriðunum - geta þeir ekki átt von á því að vinna leiki. Við vorum undir meðallagi í þessum leik og við verðum að læra af þessu," sagði Worthington vonsvikinn og hótaði breytingum fyrir leikinn á Laugardalsvelli.

"Það er enginn maður öruggur með sæti sitt í liðinu eftir þessa frammistöðu og ég gæti þess vegna skipt þeim öllum út. Ég verð að nota þessa næstu daga til að athuga hvaða leikmenn ætla að gefa mér allt sem þeir eiga í leiknum gegn Íslendingum," sagði Worthington. Af þessu má dæma að Norður-Írarnir mæti til leiks eins og grenjandi ljón á miðvikudaginn.

Staðan í riðlinum:

                    L S J T Stig

Svíþjóð         8 6 1 1 19

N.Írland        8 5 1 2 16

Spánn          8 5 1 2 16

Danmörk      7 3 2 2 11

Lettland       7 2 0 5 6

Ísland          8 1 2 5 5

Liechtenst.     8 1 1 6 4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×