Innlent

Ákærður fyrir sértaklega hættulega árás með ölkönnu

MYND/Ingólfur

Ríkissaksóknari ákærði í morgun mann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa aðfararnótt 17. desember í fyrra veist að öðrum manni á veitingahúsinu Hverfisbarnum í Reykjavík og slegið hann hnefahöggum í andlit og með ölkönnu í höfuðið.

Við það brotnuðu tennur í manninum, tanngarður sprakk, hann marðist, hlaut yfirborðsáverka á andliti, kúlu á höfuð og skurð á vinstri hendi. Í ljósi þessa krefst Ríkissaksóknari að ákærði verði dæmdur til refsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×