Fótbolti

Video: Fékk 22 leikja bann fyrir að ráðast á línuvörð

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Það er ekki bara á Íslandi sem að leikmenn gera sig seka um að ráðast á dómara því að fyrrverandi landsliðsmaður Rúmeníu, Ionel Ganea, hefur verið dæmdur í 22 leikja bann fyrir að ráðast á línuverð í heimalandinu. Atvikið átti sér stað í leik Politehnica Stiinta Timisoara og Rapid Bucharest en Gueana er leikmaður fyrrnefnda liðsins. Ganea var einnig dæmdur til að borga 374 þúsund krónur í sekt.

„Ganea fékk ekki þyngstu mögulegu refsingu þar sem hann á stutt eftir af sínum ferli," sagði talsmaður rúmenska knattspyrnusambandsins. Ganea, 34 ára, spilaði 45 leiki fyrir landslið Rúmeníu og skoraði 19 mörk. Á ferli sínum hefur hann meðal annars leikið fyrir Stuttgart, Bursaspor og Wolves.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×